Íslenska

 Bókagagnrýni um Galdrasafi og græn augu

Þessi bók fjallar um venjulegan 13 ára strák sem er í sunnudagsbíltúr með fjölskyldu sinni. En svo finnur hann sig í fortíðinni á árinu 1713 þegar Séra Eiríkur Magnússon var uppi. Hann lendir á bænum Hlíð þar sem margar persónur koma í ljós t.d. Jónas besti vinur hans, Stína, og fleiri. Þá lærir hann ný orð og hvernig vinnan var í gamla daga. En þegar líður á tímann langar hann að komast heim, þá leitar hann til Séra Eiríks Magnússonar sem var sagður vera galdramaður og hann vonast til að hann geti hjálpað honum að komast heim.

Kostir við þessa bók eru hvað höfundurinn útskýrði verk fólksins, verkfæri og föt í gamla daga á ítarlegann hátt. Mér fannst líka frábært hvernig höfundurinn gerir skáldsögu en notaði samt hluti sem eru til í alvöru, t.d. Síra Eirík, bæinn Hlíð, gráskinnu og byggingar sem voru til.

Gallar við þessa bók eru að þegar þú tekur hana upp lítur hún ekki út fyrir að vera skemmtileg en þegar maður byrjar að lesa er hún frábær og fræðandi bók. Mér fannst að bókin gæti verið aðeins fyndnari, en það er bara út af því að ég fíla þannig bækur betur.

Ég gef þessari bók 5 stjörnur af 6 mögulegum.

 

Ritun

Ég gerði Ritun um ferðina mína til Svíþjóðar að hitta frænku mína og frænda. Þau bjuggu í sveitabæ rétt fyrir utan stenungsund sem er lítill bær þar sem nokkrar búðir eru eins og  H%M og fleiri innkaupabúðir. Við gerðum ekki það mikið þessa viku en v fórum í margar búðir. Þessi ferð var svakalega skemmtileg og vona að ég fer þangað aftur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband